Kæri þátttakandi,

KNOW-Hub námskeiðið felur í sér þátttöku í hópfundum sem og gagnvirk samskipti í gegnum vefsvæði verkefnisins. Vefsvæðið verður prófað og nýtt til samskipta þátttakenda, þar er hægt að senda skilaboð, deila skrám og tenglum á hugbúnað fyrir myndfundi.
Allt efni verður vistað á lokuðu vefsvæði, sem eingöngu er aðgengilegt þátttakendum verkefnisins með innskráningu. Að verkefninu loknu mun vefsvæðinu verða lokað og öllu efni eytt.

Hvað eru GDPR reglur?
Hin almenna persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (e. The European General Data Protection Regulation (GDPR)) er ný reglugerð sem samþykkt var af Evrópusambandinu (ESB) árið 2016 til verndar persónuréttinda einstaklinga á stafrænni öld. GDPR gerir grein fyrir 6 meginreglum um verndun gagna sem allar stofnanir þurfa að fylgja við söfnun, vinnslu og geymslu persónuupplýsinga einstaklinga. (e. individuals’ personal data.)

Gagnaréttur samkvæmt GDPR
Eins og fram kemur í reglugerð ESB hafa allir einstaklingar eftirtalin réttindi þegar kemur að meðhöndlun persónugagna:
● Réttur til aðgangs: Réttur til að fá innsýn í gögn sem aðrir hafa um viðkomandi.
● Réttur til úrbóta: Réttur til að leiðrétta rangar upplýsingar.
● Réttur til að afmá / réttur til að gleymast: Í sérstökum tilvikum, réttur á að upplýsingum um viðkomandi verði eytt fyrir tiltekinn tíma sjálfvirkrar eyðingar.
● Réttur til takmarkana á vinnslu: Í sumum tilvikum, réttur til að takmarka notkun gagna viðkomandi. Í slíkum tilvikum geta aðrir aðeins notað gögnin með samþykki viðkomandi.
● Mótmælaréttur: Í vissum tilvikum getur viðkomandi mótmælt lögmætri stjórnun gagna sinna.

Ef það eru, þrátt fyrir samþykki þitt, myndir, hljóðupptökur eða myndbönd sem þú vilt að verði eytt, biðjum við þig að hafa samband við Kristínu Völu Þrastardóttir, verkefnastjóra Nýheima þekkingarseturs í tölvupósti, kristinvala@nyheimar.is

Þakka þér fyrir þína þátttöku - Verkefnastjórn Know-HUBs
marker
Kökur hjálpa okkur að veita þjónustu okkar. Með því að nota þjónustu okkar, samþykkir þú að notkun okkar á kökum. Allt í lagi